Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bernskuslóð Bertu
Fimmtudagur 9. nóvember 2023 kl. 06:06

Bernskuslóð Bertu

„Dansinn leiddi okkur saman og tónlistin hefur tengt okkur tryggðarböndum,“ segir sópransöngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir sem mun halda tónleika ásamt unnusta sínum, Svani Vilbergssyni gítarleikara, í Grindavíkurkirkju föstudaginn 10. nóvember.

Á efnisskránni verða nýjar útsetningar Svans af sönglögum Sigvalda Kaldalóns. Má þar nefna lögin Betlikerling, Ég lít í anda liðna tíð og Mamma ætlar að sofna. Auk þess verða flutt sönglög eftir Þorvald Gylfason og flutt glænýtt sönglag eftir Svan Vilbergsson, samið við ljóðið Bernskuslóð eftir Rúnar Þorsteinsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leiðir Bertu og Svans lágu saman á dansnámskeiði í Iðnó árið 2018 og fljótt hitti Amor þau í hjartastað og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan þá. „Við erum bæði ættuð frá austfjörðunum en þekktumst ekkert þegar við vorum á sama dansnámskeiðinu í Iðnó. Við byrjuðum fljótt saman og tónlistin tengdi okkur ennþá betur. Við byrjuðum að æfa saman í COVID og höfum haldið fjölda tónleika síðan þá, bæði ein og með öðrum. Við lofum notalegri stemmningu í Grindavíkurkirkju og vonumst til að sjá sem flesta“ sagði Berta Dröfn.