Bergásball í Stapa
Forsala á hið sívinsæla Bergásball hefst föstudaginn 6. maí kl 17 og stendur yfir
til kl 20. Undanfarin ár hefur selst upp á ballið og því um að gera að
tryggja sér miða í forsölu.
Haraldur Helgason forstöðumaður Stapans lofar stærstu skemmtun ársins.
Bergásballið er laugardagskvöldið 7. maí og húsið opnar kl 22.
Alli diskó sér um að þeyta skífum og halda uppi
stemningunni með hjálp Dóra litla. Aldurstakmark er 25 ár.
Frá balli í Stapanum
VF-mynd/Jón Björn