Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bensínvespa á 500 krónur
Þriðjudagur 14. júlí 2020 kl. 10:34

Bensínvespa á 500 krónur

Uppboð á reiðhjólum í vörslu lögreglunnar á Suðurnesjum fór fram við lögreglustöðina við Hringbraut í blíðunni dögunum. Árlega safnast saman tugir reiðhjóla og annarra muna hjá lögreglunni sem enginn vitjar. Munirnir eru því boðnir upp reglulega.

Mörg eiguleg reiðhjól fengu nýja eigendur á mánudaginn og mörg þeirra voru seld fyrir aðeins brot af því sem nýjir slíkir gripir kosta í verslunum. Þá var forláta bensínknúin vespa seld á uppboðinu. Fáir sýndu henni þó áhuga, þar til að eitt boð barst og það var upp á 500 krónur! Vespan var seld við hamarshögg á því verði. Kostakaup, þó svo lykilinn hafi vantað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmörg reiðhjól fóru á 1000 krónur eða eitthvað aðeins meira. Þá fór einstaka gripur á hærri fjárhæðir. T.a.m. seldist eitt hjól á 30.000 krónur en nývirði á slíku hjóli er nálægt 100.000 krónum.

Þessi vespa seldist á 500 krónur!