Ben Stiller birtir mynd af tökustað í Garðinum
Þessa dagana er leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller staddur í Garðinum. Hann hefur undanfarið verið við tökur á nýjustu mynd sinni The Secret Life of Walter Mitty og ætlar Stiller bæði að leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið í henni. Myndin gerist að hluta til hér á landi eins og víða hefur komið fram.
Hér að ofan má sjá myndina sem kappinn birtir á samskiptavefnum Twitter. Undir skrifar hann svo „Tökur í Garði,“ en þó ekki á íslensku, svo góðum tökum á málinu hefur hann ekki enn náð.