Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Bellman í Duushúsum í dag
Miðvikudagur 2. nóvember 2011 kl. 10:59

Bellman í Duushúsum í dag

Bellman tónleikar verða haldnir í Bíósal Duushúsa í dag miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20.00. Kvintett með keflvíska bassann Davíð Ólafsson í fararbroddi mun flytja efnisskrá í tali og tónum þar sem flutt verður úrval úr Pistlum og Söngvum Fredmans eftir Carl Michael Bellman. Þar gefur að heyra mörg af hans þekktustu lögum, sem fyrir löngu eru orðin almennings eign, en líka all nokkur sem sjaldnar heyrast.

Lögin verða sungin við íslenska texta eftir ýmsa öndvegis þýðendur. Þeir sem skipa kvintettinn eru auk Davíðs; Brjánn Ingason, klarinett og fagott, Emil Friðfinnsson, horn, Snorri Örn Snorrason, gítar og kontragítar og Kjartan Óskarsson, klarinett og bassaklarinett sem jafnframt hefur útsett öll lögin. Á milli laga mun Davíð segja frá skáldinu og söngvaranum Bellman og litríku lífshlaupi hans.

Miðasala við innganginn.

Þeir sem standa að tónleikunum eru Tónlistarfélag Reykjanesbæjar, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Menningarsvið Reykjanesbæjar og Félag íslenskra tónlistarmanna. Tónleikarnir eru styrktir af menningar- og menntamálaráðuneytinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024