Beint úr flensunni í Eyjastemmningu
Árshátíð Holtaskóla var haldin þann 28. mars eftir frestun vegna mikilla veikinda nemenda. Ekki var þó annað að sjá en krakkarnir hefðu náð sér vel á strik því lífsgleðin skein úr hverju andliti er þau fluttu sín atriði hvert fyrir annað og fyrir gesti. Hátíðin bar heitið Brekkusöngur og var tileinkuð Vestmannaeyingum í ár.Var dagskráin byggð upp á hinum fjölbreyttu og sívinsælu Eyjalögum sem nemendur allra bekkja fluttu af innlifun. Eyjamenn komu að undirbúningnum með því að lána og senda til lands íþróttabúninga sína á allan 4. bekk, en sá árgangur söng hvatningarsöng Eyjaliðsins.