Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Beikon cheddar salat í Ofurskálarpartýið
Uppskriftina má finna á gigjas.com
Laugardagur 4. febrúar 2017 kl. 10:00

Beikon cheddar salat í Ofurskálarpartýið

Gígja S. gefur lesendum uppskrift af ljúffengu ostasalati

Úrslitaleikur NFL ruðningsdeildarinnar, Ofurskálin, fer fram annað kvöld og því ekki seinna vænna fyrir þá sem ætla að horfa á leikinn í góðra vina hópi að fara að huga að snarli með leiknum. Flestir kannast við hefðbundið ostasalat, en það er ekki óalgengt í veislum Íslendinga. Færri hafa þó líklega smakkað beikon- cheddarsalat að hætti matarbloggarans Gígju S. en hún deilir hér með okkur uppskriftinni af því. Ómótstæðilega gott og skemmtileg tilbreyting frá hinu klassíska.

Innihald:
200 gr. bacon kurl
250 gr. rifinn cheddar ostur (ég keypti heilt Óðals cheddar oststykki frá MS og reif niður)
250 gr. grísk jógúrt
200 gr. sýrður rjómi
150 gr. hakkaðar möndlur
Stilkur af einum púrrulauk
1/2 tsk salt
1/2 pipar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Beikonið er steikt á pönnu


Cheddar osturinn rifinn


Púrrulaukurinn skorinn smátt


Öllu blandað saman í skál og hrært

Njótið vel!