Beðið eftir makrílnum

„Bryggju“-veiðimenn og eigendur smærri báta bíða í ofvæni eftir að makríll mæti til Keflavíkur. Sést hefur til hans á leiðinni en margir eru klárir í bátana, í orðsins fyllstu merkingu. Mikil makrílveiði hefur verið undanfarin ár og hafist fyrr en nú. Þessir kappar á Keflavíkurbryggju taka bara annað sem er í boði í sjónum en það er oft fjölmennt á bryggjunni þegar markríllinn mætir.

Það hefur oft verið fjör í markrílnum á undanförnum árum. Svona var þetta á síðasta sumri.