Bátaflotinn í Bryggjuhúsið
Fast þeir sóttu sjóinn – Bátasafn Gríms Karlssonar
Byggðasafnið hefur opnað endurgerða sýningu á bátalíkönum Gríms Karlssonar í Bryggjuhúsinu. Sýningunni er ætlað að gefa gestum innsýn í þennan mikilvæga þátt í atvinnulífi Reykjaness, þar sem allt snerist í aldir og áratugi um fiskveiðar. Þá er upplifun í sjálfu sér að skoða einstakan bátaflota Gríms og fær sýningin endurnýjun lífdaga í nýrri uppsetningu í rými sem skapar áhugaverða umgjörð um bátalíkönin. Á nýju sýningunni gefur að líta nánast öll módel Gríms í eigu Byggðsafnsins. Einnig verður sögu vélbátaútgerðar, hafnargerðar og skipasmíða í Keflavík og Njarðvík gerð skil. Sýningarstjóri er Eiríkur Páll Jörundsson, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar.