Básinn bikarmeistarar bensínstöðva Olís
Bensínstöðin Básinn í Reykjanesbæ varð bikarmeistari á dögunum fyrir aprílmánuð í þjónustukönnun sem gerð er mánaðarlega á öllum þjónustustöðvum Olís. Básinn hlaut 92,5 stig af 100 mögulegum í könnuninni en þjónustustöðvar Olís keppa hart sín á milli um þennan eftirsótta titil.
Steinar Sigtryggsson, framkvæmdarstjóri Olís á Suðurnesjum, er mjög ánægður með þennan góða árangur hjá starfsfólkinu og óskar þeim til hamingju með sigurinn.
VF-mynd/ [email protected]: Sigurgleðin leyndi sér ekki hjá starfsfólki Bássins