Básendaorustan og Selatangar
Fyrr á öldum var líflegt um að litast á Selatöngum. Þar var verstöð og mikið útræði og frá Selatöngum gengu skip frá biskupsstólnum í Skálholti. Nú ganga hvorki skip frá biskupstóli né önnur fley frá Selatöngum, þó enn sé að finna þar leyfar gamalla búðatófta og garða og fleiri spor frá liðnum tíma.
Er hægt að vernda Selatanga og samtímis að skapa þar ný atvinnutækifæri? Er hægt að skapa verðmæti úr sögu Básendaorustunnar og Grindavíkurstríðsins?
Á fræðslufundi í Saltfisksetrinu ætlum við að velta þessum spurningum upp ásamt Agnesi Stefánsdóttur, fornleifafræðingi hjá Fornleifavernd ríkisins, Jóni Þ. Þór, sagnfræðingi, Ómari Smára Ármannssyni og heimamönnum og gestum.
Horfin spor, Selatangar
"Básendaorrustan og Grindavíkurstríðið 1532". Jón Þ. Þór, sagnfræðingur "Um vopnuð átök Englendinga og Þjóðverja vegna fiskveiða og fiskverslunar í Grindavík o g á Básendum sumarið 1532".
"Forn verstöð nýlegra minja - yfirsýn".
Grindvíkingurinn Ómar Smári Ármannsson fjallar um Selatanga sem heilstætt og afmarkað atvinnusvæði, hinar miklu breytingar sem orðið hafa á svæðinu frá fyrstu tíð til 19. aldar minjanna, sem nú sjást, svo og önnur sambærileg minjasvæði í nágrenninu.
Selatangar - friðlýstar fornleifar samkvæmt þjóðminjalögum. Hvað þýðir það og hvað takmarkanir og möguleika hefur það í för með sér? Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fronleifavernd ríkisins.
Þeir sem koma frá Reykjavík safnast saman hjá Kaffivagninum á Granda klukkan 11:30 og sameinast í bíla. Lagt af stað klukkan 11:45