Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 1. apríl 2011 kl. 13:02

Basar við Nettó í dag

Í dag, föstudaginn 1. apríl frá kl. 14:30, munu unglingar í unglingastarfi Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ vera með basar fyrir utan Nettó. Þar munu þau selja kökur, lakkrís, kerti og annað það sem þau hafa föndrað.

Með basarnum eru þau að safna í ferðasjóð fyrir Noregsferð sem til stendur að fara í byrjun ágúst á þessu ári. Það er von unglinganna að þeir sem framhjá fara sjái sér fært um að styrkja starfið með kaupum á bragðgóðum kökum og snúðum eða fallegum kortum og kertum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024