Barnahátíð Reykjanesbæjar sett - myndir

Barnahátíð í Reykjanesbæ var sett með formlegum hætti í morgun, fimmtudaginn  10. maí í Duushúsum þegar sýningin „Sögur og ævintýri“ opnaði að  viðstöddum elstu börnum allra tíu leikskólanna í bænum. Sýningin er  leikskólahluti Listahátíðar barna sem er samstarfsverkefni Listasafns  Reykjanesbæjar, allra 10 leikskólanna og allra 6 grunnskólanna í bænum.  
Leikskólabörnin hafa unnið með sögur og ævintýri stóran hluta úr vetri  og afraksturinn, heill ævintýraskógur sem þau hafa skapað, verður til  sýnis í Duushúsum ásamt listasmiðju og ýmsu öðru. Sýningar leikskólanna  hafa ekki verið neinar venjulegar sýningar og dregið að sér þúsundir  gesta ár hvert. Börnin sungu og horfðu á leikrit áður en gengið var yfir í sýningarsal.
Ljósmyndasafn Víkurfrétta má sjá með því að smella hér.
Dagskrá hátíðarinnar má svo sjá hér.


Krakkarnir skemmtu sér vel yfir Búkollu
VF-Myndir [email protected]



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				