Barnahátíð í Reykjanesbæ um helgina
Barnahátíð í Reykjanesbæ heldur áfram á morgun, laugardag en hún var jafnframt haldin um síðustu helgi við góðar undirtektir.
Á hátíðinni er boðið upp á fjölda viðburða fyrir börn og eru þeir foreldrum að kostnaðarlausu.Skessan í fjallinu sem býður börnunum í heimsókn og verður hellir hennar opinn fyrir góða gesti auk þess sem hægt verður að senda henni bréf eða fallega teikningum.
Meðal viðburða má nefna jólaskautaball í gömlu rúlluskautahöllinni á gamla varnarliðssvæðinu en þar verður jafnframt opið sérgert innileiksvæði fyrir yngstu börnin.Í Listasmiðjunni verður boðið upp á kennslu í gerð skuggaleikhús sem börnin svo sýna. Í Duushúsum verður boðið upp á barnamyndina Didda og dauði kötturinn í bíósalnum auk þess sem börnum gefst kostur á að taka þátt í ratleik um sýningarsali lista- og menningarmiðstöðvarinnar. Á bókasafninu verður lesið úr sögu um Siggu og skessuna í fjallinu auk þess sem barnabókahöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum.
Orkuverið Jörð á Reykjanesi verður opin en þar er hægt að skoða sýningu um 10 helstu orkugjafa jarðar og í gömlu þurrabúðinni Stekkjarkoti verður hægt að fræðast um jólahald í fyrri tíð.
Sjá nánar auglýsingu hér
VFmynd/Hilmar Bragi - Frá barnahátíðinni síðustu helgi