Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Barna yoga á Garðaseli
Þriðjudagur 21. febrúar 2006 kl. 20:53

Barna yoga á Garðaseli

Kristín Stefánsdóttir Rope yoga kennari og starfsmaður á hreyfileikskólanum Garðaseli í Reykjanesbæ, kennir börnunum heilsu og hugræktarkerfið Yoga með góðum árangri. Á Garðaseli eru um 120 börn á aldrinum 2-6 ára og á hver deild sinn dag í hreyfingu.

 

Þegar blaðamann Víkurfrétta bar að garði var yogatími að hefjast og mynduðu börnin hring og gerðu yoga æfingar með Kristínu ásamt Rósu Oddrúnu aðstoðarmanneskju. Það var farið í froskinn, ljónið, köngulónna, regnbogann, tunglið og fleiri dýra- og náttúru stellingar. Í gegnum þessar og fleiri æfingar segir Kristín að líkaminn og hugurinn verði sveigjanlegri, sterkari, þolmeiri, einbeittari, meðvitaðari samhæfing eykst, og líkami og hugur verði glaðari svo eitthvað sé nefnt.

 

„Sjálfsmynd og sjálfsmat eykst og þar af leiðandi sjálfsvirðing sem ég tel nauðsynlega, og mikil þörf er á að byggja hana upp sem fyrst með börnum, í gegnum yogað hér á Garðaseli er mikil áhersla lögð á aukna meðvitund um líkama, huga og sál sem er öflugasti grunnurinn að heilbrigðari sjálfsvirðingu, þar sem góð sjálfsvirðing er sterkast vopnið gegn ólánsfreistingum sem verða á vegi okkar á lífsleiðinni. Ást og umhyggja gagnvart sjálfum sér er mikilvæg á vegi lífsins,“ sagði Kristín að lokum.

 

Þann 21. desember s.l. gaf Sparisjóðurinn í Keflavík krökkunum á Garðaseli vatnsbrúsa til eignar sem krakkarnir hafa verið duglegir við að mæta með í krakka yoga tímana hjá Kristínu. Kunna Kristín og starfsmenn Garðasels Sparisjóðnum bestu þakkir fyrir.

 

VF-myndir/JBÓ, [email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024