Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ
Föstudagur 4. mars 2022 kl. 08:14

Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ

28. apríl til 8. maí

BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ er á dagskrá dagana 28. apríl til 8. maí nk. Á hátíðinni eru börn, ungmenni og fjölskyldur settar í forgang með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Markmið hátíðarinnar eru m.a. þau að: 

Að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í samfélaginu

Gerum þetta saman!

Allir þeir sem luma á góðum hugmyndum að verkefnum eða ábendingum fyrir BAUNina eru tvímælalaust hvattir til að setja sig í samband á [email protected]  eða á Facebooksíðu Baunar fyrir 15.mars og koma þeim á framfæri. Möguleiki er á aðstoð við fjármögnun á góðum hugmyndum/verkefnum sem falla að markmiðum hátíðarinnar og stefnu Reykjanesbæjar.

Hverjir geta tekið þátt?

Allir sem hafa aðkomu að málefnum barna á einn eða annan þátt eru hvattir til að flykkja sér undir merki BAUNarinnar og vera með. Stofnanir Reykjanesbæjar eru þátttakendur, ýmsir menningar-, íþrótta- og tómstundahópar einnig og sömuleiðis eru fyrirtæki sem ætla að hoppa á vagninn og beina sjónum að börnum og fjölskyldum þeirra á þessu tímabili.

Meðal verkefna sem eru í undirbúningi er BAUNabréfið sem sló rækilega í gegn hjá börnunum í fyrra, Listahátíð barna í Duus Safnahúsum, Skessuskokk, fjölskyldudagur í Fjörheimum og ýmislegt fleira sem á eftir að líta dagsins ljós.  Endilega sláist í hópinn.