Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 10. júní 1999 kl. 21:46

BARIST GEGN FÍKNIEFNUM

Átak gegn sjálfsvígum og vímuefnum Taktu afstöðu með lífinu! Dagana 9-14. júní mun Hvítasunnukirkjan standa fyrir átaki gegn fíkniefnavandanum. Átakið ber yfirskriftina „Átak gegn sjálfsvígum og vímuefnum/Taktu afstöðu með lífinu“. Hér verða í heimsókn unglingar frá Noregi sem sumir hverjir hafa losnað ur fjötrum fíkniefna, en aðrir fundið bestu forvörnina sem er lifandi samfélag við Jesú Krist. Þeir munu ganga um götur bæjarins, dreifa boðsmiðum, bæklingum og segja hverjum sem við hlusta frá reynslu sinni. Þá verða samkomur í Hvítasunnukirkjunni og á planinu að Hafnargötu 88, sbr. auglýsing í VF.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024