Barði í Bang Gang orðinn safngripur
Rokksafni Íslands hefur formlega verið afhend stytta af Barða Jóhannssyni, aðalsprautu hljómsveitarinnar Bang Gang. Styttan var upprunalega framleidd fyrir og sýnd í Triennale sem er hönnunarsafn í Milano á Ítalíu. Styttan er nú komin til landsins og kemur til með að standa í Rokksafni Íslands.
Meðfylgjandi mynd að ofan var tekin þegar styttan var afhjúpuð sl. föstudagskvöld en það kom í hlut Barða Jóhannssonar og Tómasar Young, framkvæmdastjóra Rokksafns Íslands, að opinbera styttuna. Að neðan er svo mynd frá tónleikum Bang Gang sem fóru fram í Stapa við sama tilefni.
Nánar í Víkurfréttum í vikunni.
VF-myndir: Hilmar Bragi
VF-myndir: Hilmar Bragi