Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Barátta um brauðið
Laugardagur 13. mars 2004 kl. 14:09

Barátta um brauðið

Það var ósköp rólegt yfir nokkrum æðarfuglum þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að í Sandgerðishöfn um hádegið í dag. Æðarfuglunum hafði verið gefið brauð við bryggjuna og var greinileg barátta meðal fuglanna hver hlyti brauðið. Þegar hópurinn varð ljósmyndara var brást hann fremur illa við og var töluverður busugangur þegar fuglarnir létu sig gossa í hafið og var hópnum greinilega illa við mannaferðir svo nærri. Án efa hafa nokkrir kjarkmiklir æðafuglar laumað sér á land á nýjan leik til að ná í bita af brauðinu, enda slíkt góðgæti eflaust sjaldgæft í Sandgerði.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024