Barack Obama „syngur“ efsta lag iTunes listans
Í þessu myndbandi sést forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, syngja vinsælasta lag iTunes listans, Call Me Maybe með Carly Rae Jepsen. Þá hefur ein Youtube síðan sem kallast Baracks Dubs tekið saman blaðamannafundi með Obama og sett í eitt myndband. Þetta kemur bara nokkuð vel út. Baracks Dub hafa gert fleiri slík mynbönd eins og t.d. Sexy And I Know It og Born This Way með LMFAO og Lady Gaga. Hér að neðan sést myndbandið af Obama „syngja“ Call Me Maybe.