Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 21. nóvember 2001 kl. 09:42

Bar Par - síðasta sýning

Sunnudaginn 25. nóvember verður síðasta sýning hjá Leikfélagi Keflavíkur á leikritinu Bar Par sem félagið hefur sýnt nú í nóvember við góðar undirtektir.
Eins og áður hefur komið fram gerist leikritið eina kvöldstund á bar í Englandi þar sem ýmsir kinlegir kvistir eru meðal gesta. Nú fer brátt í hönd mikill annatími hjá leikurum jafnt sem öðrum og því verða sýningar ekki fleiri á þessu ágæta leikriti. Í desember verða nokkrir tónleikar í Frumleikhúsinu og meðal þeirra sem halda tónleika þar eru tveir leikfélagar þeir Guðmundur Hreinsson og Jón Marinó Sigurðsson. Í janúar byrjun hefjast svo æfingar á næsta verkefni leikfélagsins. Ekki verður uppgefið hvað það verður en sú uppfærsla verður væntanlega sú stærsta í Frumleikhúsinu til þessa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024