Bar-blakið vinsælt í blíðunni
Smáravöllur við Paddy´s er vinsæll þessa dagana og oftar en ekki er völlurinn bókaður enda strandblak að verða sífellt vinsælla á Suðurnesjunum.
Vinahópar og vinnufélagar sækja gjarnan á völlinn enda er strandblakið íþrótt sem hentar öllum. Milli leikja er svo hægt að fá sér hressingu á barnum sem ekki er verra á sólríkum dögum líkt og í dag.
Ljósmyndari Víkurfrétta skoðaði stemninguna hjá nokkrum félögum sem stunda blakið grimmt.