Bangsaskoðun á heilsugæslunni í Grindavík
3 - 6 ára mættu með meidda bangsa.
Í gær var bangsaskoðun á heilsugæslunni í Grindavík og þangað mættu krakkar á aldrinum þriggja til sex ára sem áttu meidda bangsa. Grindvíkingurinn Berglind Anna Magnúsdóttir læknanemi hafði frumkvæði að þessari heimsókn og hún og fleiri nemar tóku á móti börnum á þessum aldri sem tóku á móti veikum og slösuðum böngsum. Frá þessu er greina á vefsíðu Grindavíkurbæjar.
Markmið Bangsaspítalans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi barna og trausti gagnvart heilbrigðisstarfsfólki, heilbrigðisstofnunum og því starfi sem þar fer fram. Ekki er annað að sjá á meðfylgjandi myndum en að það hafi tekist með ágætum.