SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Miðvikudagur 12. desember 2001 kl. 09:48

Bandarískir jólasöngvar í safnaðarheimilinu

Fimmtudaginn 13. desember kl. 20:30 heldur samkirkjulegur kór Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli tónleika í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Yfirskrift tónleikana er “Ferð vonarinnar” eftir Camp Kirkland og Tom Fettke.
Í kór Varnarliðsins eru um 40 félagar sem á undanförnum vikum hafa lagt á sig mikla vinnu að setja upp þessa tónleika. Kórinn samanstendur af áhugasömu söngfólki úr flestum kristilegum söfnuðum á Vellinum. Þar má sjá óbreytta syngja við hlið háttsettra foringja af mikilli innlifun. Söngvarnir eru fullir af sannri jólagleði.

Allir velkomnir

Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25