Ball ársins um helgina
Bergásballið í Stapa, ballið sem allir hafa beðið eftir, verður um helgina. Skipuleggjendur ballsins, þau Haraldur Helgason, Stefán B. Ólafsson, Sigríður Gunnarsdóttir og Aðalsteinn „diskó“ Jónatansson, segja að Bergásballið í ár verði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Búið er að taka Stapann í gegn og gera á honum heilmikla andlitslyftingu. Ekkert verður sparað í þetta ball og er markmiðið að gera alltaf betur en árið áður.„Við erum að bæta við ljósakerfi og leigjum eitt flottasta hljóðkerfi landsins. Það er mikið lagt í þetta ball til að gera það flottara en nokkru sinni“. Búast má við rosalegu fjöri á þessu Bergásballi, gos, glimmersprengjur og bréfasprengjur dynja um kvöldið í takt við frábæra diskótónlist. „Það má segja að þetta sé eins og að ganga inn í Saturday Night Fever myndina, nema bara helmingi flottara“, segir Haraldur og bætir því við að ballið í ár verði helmingi stærra og flottara en í fyrra. „Ballið í fyrra var bara upphitunarball fyrir þetta“, segir Stefán. Tónlistin sem spiluð er á Bergás er m.a. úr myndunum Greese og Saturday Night Fever. Michael Jackson, Donna Summer, Bee Geas og Eart, Wind and Fire verða einnig mikið spiluð, svo eitthvað sé nefnt en það má segja að spilaður verði rjóminn af diskóinu. „Fólkið sem kemur hingað veit að hverju það er að ganga. Gestirnir eru að koma til að heyra gömlu lögin og upplifa stemninguna frá því í gamla daga“.
Aðspurð hvernig þau upplifi muninn á sjálfu Bergás og Bergásböllunum segja þau að munurinn sé sá að þau séu orðin eldri, flottari og þurfi meira pláss. „Þetta var auðvitað aldrei svona risastórt í gamla daga. En við erum að reyna að halda minningunni á lofti og gerum það með stæl. Þess má geta að fólk hefur reynt að halda þessi böll í bænum og apað hlutina eftir okkur en það bara virkar ekki eins vel. Hérna er þetta toppurinn“, segja þau og bæta því við að ef þú kemur einu sinni á Bergásball þá kemur þú aftur. „Þetta er ball sem fólk vill ekki missa af, ekki bara út af því að þetta er stærsta og flottasta ball ársins heldur líka vegna þess að það er ekki talað um annað í margar vikur eftir“.
Þeir sem fara á Bergás böllin vita að þetta er nánast eins og risastórt „reunion“ eða endurfundir þar sem fólk er að hitta gamla félaga og vini sem það hefur kannski ekki séð í mörg ár. Einnig eru margir hópar sem hittast fyrir ballið, saumaklúbbar og veiðiklúbbar, fólk fer út að borða, grillar og hitar upp fyrir flottasta ball ársins.
„Það er ekkert ball haldið hér á landi þar sem myndast eins mikil stemning fyrir ball, á meðan á ballinu stendur og eftir ball eins og á Bergás. Fólk er farið að spyrja um dagsetningu strax um áramótin“. Fólk er að koma utan af landi, úr Reykjavík og stundum utan úr heimi til að skemmta sér á Bergás. „Hingað mætir fólk snemma, upp úr 22:00 og skemmtir sér til 4:30. Við verðum með Happy-hour frá 22:00 til miðnættis og því borgar sig að mæta snemma enda var húsið orðið pakkað kl. 23:00 í fyrra. Rúnar Róberts á fm 95.7 byrjar kvöldið en hann kemur með smá eighties pakka inn í þetta“, segir Siddí.
Þess má geta að í þetta skiptið verður ekki hægt að hringja og panta miða á ballið. Í fyrra var næstum því uppselt áður en miðasalan opnaði og það gerist ekki aftur. Miðasalan byrjar á morgun kl. 17:00 og því er um að gera fyrir fólk að vera vakandi því miðar á Bergás seljast eins og heitar lummur. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Aðspurð hvernig þau upplifi muninn á sjálfu Bergás og Bergásböllunum segja þau að munurinn sé sá að þau séu orðin eldri, flottari og þurfi meira pláss. „Þetta var auðvitað aldrei svona risastórt í gamla daga. En við erum að reyna að halda minningunni á lofti og gerum það með stæl. Þess má geta að fólk hefur reynt að halda þessi böll í bænum og apað hlutina eftir okkur en það bara virkar ekki eins vel. Hérna er þetta toppurinn“, segja þau og bæta því við að ef þú kemur einu sinni á Bergásball þá kemur þú aftur. „Þetta er ball sem fólk vill ekki missa af, ekki bara út af því að þetta er stærsta og flottasta ball ársins heldur líka vegna þess að það er ekki talað um annað í margar vikur eftir“.
Þeir sem fara á Bergás böllin vita að þetta er nánast eins og risastórt „reunion“ eða endurfundir þar sem fólk er að hitta gamla félaga og vini sem það hefur kannski ekki séð í mörg ár. Einnig eru margir hópar sem hittast fyrir ballið, saumaklúbbar og veiðiklúbbar, fólk fer út að borða, grillar og hitar upp fyrir flottasta ball ársins.
„Það er ekkert ball haldið hér á landi þar sem myndast eins mikil stemning fyrir ball, á meðan á ballinu stendur og eftir ball eins og á Bergás. Fólk er farið að spyrja um dagsetningu strax um áramótin“. Fólk er að koma utan af landi, úr Reykjavík og stundum utan úr heimi til að skemmta sér á Bergás. „Hingað mætir fólk snemma, upp úr 22:00 og skemmtir sér til 4:30. Við verðum með Happy-hour frá 22:00 til miðnættis og því borgar sig að mæta snemma enda var húsið orðið pakkað kl. 23:00 í fyrra. Rúnar Róberts á fm 95.7 byrjar kvöldið en hann kemur með smá eighties pakka inn í þetta“, segir Siddí.
Þess má geta að í þetta skiptið verður ekki hægt að hringja og panta miða á ballið. Í fyrra var næstum því uppselt áður en miðasalan opnaði og það gerist ekki aftur. Miðasalan byrjar á morgun kl. 17:00 og því er um að gera fyrir fólk að vera vakandi því miðar á Bergás seljast eins og heitar lummur. Fyrstur kemur fyrstur fær.