Ball ársins í Grindavík á laugardagskvöld
Ball ársins í Grindavík fer fram á laugardagskvöldið og að þessu sinni verður það í íþróttahúsinu! Lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkar fer þar fram og er búist við um 300 manns í mat. Hljómsveitin Á móti sól leikur fyrir dansi og verður svo almennt ball eftir borðhaldið. Þar sem búið er að loka Festi var ákveðið að færa ballið í íþróttahúsið og verður það gert að glæsilegu samkomuhúsi en mikil vinna verður lögð í að skreyta salinn.
Húsið opnar kl. 19:45. Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:15 og sér Bibbinn um matinn.
- Hinn eini og sanni Helgi Björns tekur lagið.
- Jón bróðir treður upp ásamt hljómsveit.
- Verðlaunaafhendingar.
- Happdrætti.
Veislustjóri: Ingvar Jónsson stuðbolti og fyrrverandi Papi.
Á móti sól verður svo með dansleik fram undir morgun.
Miðaverð:
Matur+dansleikur: 5.500 kr. - takmarkaður fjöldi miða. Miðaverð á ballið er 2.500 kr.
Miðasala í Gula húsinu, í síma 426 8605 og 691 4020 fyrir kl. 20 á föstudaginn.