Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bagga sýnir á Næsta bar
Föstudagur 30. mars 2007 kl. 11:54

Bagga sýnir á Næsta bar

Myndlistakonan Bagga opnar myndlistasýningu á morgun laugardag 31.mars klukkan 17 í Gallerí Næsta bar við Ingólfsstræti 1a í Reykjavík. Bagga stundaði nám við myndlistadeild Baðstofunnar í Keflavík í mörg ár auk þess að hafa sótt ýmis önnur námskeið. Bagga hefur haldið þrettán einkasýningar og einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum á undanförnum árum. Myndirnar eru allar unnar með akryl á striga.

Sýningin stendur yfir til 28. apríl og er opið daglega frá klukkan 17.

Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar um Böggu má finna á www.bagga.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024