Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bækur, blöð, krossgátur og handavinna
Rannveig Lilja Garðarsdóttir.
Sunnudagur 20. apríl 2014 kl. 10:00

Bækur, blöð, krossgátur og handavinna

Ætlar að njóta sín í bústað um páskana.

Rannveig Lilja Garðarsdóttir, starfsmaður á Bókasafni Reykjanesbæjar, ætlar að fara í sumarbústað við Meðalfellsvatn í Kjós og vera þar um páskana. „Veðurspáin er svo leiðinleg svo að ég ætla bara að viða að mér bókum og blöðum og krossgátum og handavinnu. Ætla að hafa það voðalega gott.“

Börn hennar og barnabörn munu heimsækja hana í bústaðinn og Rannveig segist vera búin að kaupa eitthvað af páskaeggjum til að gleðja þau. „Svo fæ ég líka eflaust eitt frá manninum mínum. Mér finnst eiginlega betri eggin eftir því sem súkkulaðið er dekkra. Þá eru þau hollari.“
 
Annars segir Rannveig að það besta við páskana sé að það er alveg að koma vor og svo sé svo gott að fá svona langa helgi. „Sumarið byrjar í næstu viku og ég er pottþétt á því að það verður gott í ár. Veturinn er líka búinn að vera svo fínn, segir Rannveig brosandi. 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024