Bæjarstjórnarbandið í Kastljósi í kvöld
Hið víðfræga bæjarstjórnarband Reykjanesbæjar verða gestir Kastljóssins í kvöld. Mun bandið taka lagið í lok þáttar, en Árni Sigfússon bæjarstjóri verður einn gesta Kastljóssins vegna Ljósanætur.
Bæjarstjórnarbandið hefur spilað á þó nokkrum samkomum síðustu tvö árin og á síðustu Ljósanótt tók bandið nokkur lög á útisviðinu við Hafnargötuna. Í bæjarstjórnarbandinu eru Árni Sigfússon, Guðbrandur Einarsson, Sveindís Valdimarsdóttir, Böðvar Jónsson og Kjartan Már Kjartansson.
Myndin: Bæjarstjórnarbandið stillir sér upp til myndatöku fyrir síðustu Ljósanótt. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.