Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bæjarstjórinn með allt niðrum sig í jólaskrautinu
Mánudagur 22. desember 2014 kl. 11:55

Bæjarstjórinn með allt niðrum sig í jólaskrautinu

Skrautlegt ástand á Völlunum

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, fékk nett á baukinn í sérstakri jólavöku sem sýnd var á Rúv á laugardagskvöldið. Sjónvarpsmaðurinn Gunnar Sigurðsson, oft kenndur við Hraðfréttir, heimsótti þá þau þrjú hús Reykjanesbæjar sem voru hlutskörpust í Jólahúsinu 2014. Þegar hann heimsótti Grétar Ólason á Týsvöllum sem hafnaði í öðru sæti, þá skutu þeir Gunnar og Grétar m.a. nokkrum léttum skotum á jólaskreytingar bæjarstjórans.

Gunnar byrjaði að grínast með þá staðreynd að Grétar hefði endað í öðru sæti. „Þetta er svaka skellur, þetta var líka svona í fyrra,“ svaraði Grétar þá léttur í bragði. „Ég hef ekkert sofið síðan. Ég ætla bara að hætta þessu,“ bætti Grétar við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar þeim var svo litið á hús Kjartans sem er nágranni Grétars, þá segir Gunnar „Hér er bæjarstjórinn, hann er með allt niðrum sig.“ Grétar tók þátt í gríninu. „Hann er með niðurskurð núna og þetta er farið að hanga niður hjá honum. Enginn metnaður þarna,“ bætti Grétar við.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér en jólahúsin í Reykjanesbæ byrja á u.þ.b. 67 mínútu.