Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bæjarstjórinn grillaði í Þróttara á fánadegi félagsins
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 24. júní 2019 kl. 10:18

Bæjarstjórinn grillaði í Þróttara á fánadegi félagsins

Fimmtudaginn 20. júní var haldinn Fánadagur Þróttar þar sem Þróttarar tóku á móti ÍR í 2.deild. ÍR hafði betur að þessu sinni og unnu leikinn 0-2 þrátt fyrir góða baráttu heimamanna. Flottur hópur yngri iðkenda Þróttar leiddu leikmenn inná völlinn og hvöttu svo sína menn áfram. Góð stemning var í kringum leikinn og mikill fjöldi áhorfenda mætti til þess að hvetja sín lið áfram.

Fánadagurinn var endurvakinn eftir nokkurra ára hvíld og er þetta í fjórða sinn sem að hann er haldinn hátíðlegur. Gestum var boðið upp á grillaða hamborgara og ís. Boðið var upp á andlitsmálun fyrir leik og gestir fengu Þróttaravarning gefins. Dagurinn heppnaðist mjög vel í alla staði þrátt fyrir tap heimamanna og er stjórn félagsins ánægð með endurvakningu þessa skemmtilega viðburðar. Teljum við þetta vera góða leið til að efla samheldni í bæjarfélaginu okkar enda erum við öll í sama liði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Miklar þakkir til þeirra sjálfboðaliða sem komu og aðstoðuðu okkur í hinum ýmsu verkefnum. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar úr öllum flokkum mættu og stóðu vaktina á grillinu. Við eigum marga góða að og voru ýmis fyrirtæki sem styrktu okkur fyrir þennan viðburð og viljum við senda þeim þakkir. Okkar helstu bakhjarlar fyrir Fánadaginn voru Vogabær, Ölgerðin, Esja, Kjörís og Gæðabakstur. Einnig viljum við þakka góðum gestum fyrir að koma í heimsókn til okkar en það voru þeir Guðni Bergsson formaður KSÍ og Magnús Gylfason stjórnarmaður KSÍ, segir í frétt á vef Þróttar.

Hér má sjá myndir frá fánadeginum.