Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Bæjarstjóri Voga ætlar að rifja upp gamla Kasínutakta
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 5. júní 2024 kl. 13:00

Bæjarstjóri Voga ætlar að rifja upp gamla Kasínutakta

Landsmót UMFÍ 50+ er rétt handan við hornið og verður haldið í Vogunum í ár, mikill hugur er í Vogabúum. Mótið hefst á fimmtudaginn þegar keppt verður í þremur greinum og svo rekur hver keppnin aðra og verður mótinu slitið klukkan tvö á sunnudag. Inn á milli verður margt til skemmtunar, m.a. þrennir heimatónleikar á föstudagskvöldið.

Gunnar Axelsson, bæjarstjóri Sveitafélagsins Voga, mun bæði taka þátt, fylgjast með og njóta.

„Landsmótið leggst auðvitað mjög vel í bæjarstjórann og við hlökkum öll mikið til þessa stórviðburðar. Dagskráin er mjög fjölbreytt og ég held það sé alveg óhætt að fullyrða að þar geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi á landsmótinu í ár. Ég mun að sjálfsögðu taka þátt í einhverjum þeirra fjölmörgu keppnisgreina sem verða í boði. Ég er þó ekki gjaldgengur í öllum greinum þar sem ég fæddist víst ári of seint og verð ekki fimmtugur fyrr en á næsta ári. Á mótinu er hinsvegar ýmislegt í boði fyrir alla aldurshópa og aldrei að vita nema maður reimi á sig hlaupaskóna og rifji líka upp gamla spilataka á Kasínumótinu sem verður haldið á fimmtudagskvöldinu. Í mínum huga snýst þetta þó fyrst og fremst um að hafa gaman og njóta samverunnar með bæjarbúum og þeim fjölmörgu mótsgestum sem munu sækja Voga heim um næstu helgi,“ sagði Gunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024