Bæjarstjóri tók ísfötuáskorun
Róbert Ragnarsson lét vaða og skoraði á þrjá aðra.
Fjölmargir hafa tekið svokallaðri ísfötuáskorun að undanförnu og myndbönd því til sönnunar hafa verið birt á samfélagsmiðlum, aðallega Facebook. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, er einn þeirra sem létu vaða. Hann skoraði jafnframt á þrjá aðra opinbera starfsmenn til að standa sína plikt innan 24 klukkustunda.
Ísfötuáskorunin er gerð til að vekja athygli á og styrkja MND félagið á Íslandi.
Hér er Róbert, sem nýtur aðstoðar sonar síns, Fróða.