Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bæjarstjóri í Garði afhenti íbúa nr. 1.500 gjafir
Föstudagur 8. ágúst 2008 kl. 13:40

Bæjarstjóri í Garði afhenti íbúa nr. 1.500 gjafir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Garður vex og dafnar og íbúum fjölgar ört. Þann 28. maí síðastliðinn fæddist Þórunni Sigríði Þorsteinsdóttur stúlka sem skráist sem íbúi nr. 1.500 í bænum.

Á Sólseturshátíðinni fögnuðu Garðbúar m.a. þessari fjölgun en þá færði Oddný Harðardóttir bæjarstjóri Garðs stúlkunni góðar gjafir fyrir hönd sveitarfélagsins.

Stúlkan fær gjaldfrjálst pláss á leikskólanum Gefnarborg í sex mánuði og ásamt bókagjöf.

Samkvæmt íbúskráningu bæjarins í gær 7. ágúst, eru Garðbúar 1.544 talsins og samkvæmt því hefur íbúum fjölgað um 95 frá áramótum eða um 6,5%.  


Á myndinni eru ásamt Hildi Ósk Óskarsdóttur íbúa í Garði númer 1.500, bróðir hennar Atli Reynir Baldursson, faðir hennar Óskar Ölversson, Oddný Harðardóttir bæjarstjóri og móðirin Þórunn Sigríður Þorsteinsdóttir.

Heimild af vef Garðs.