Bæjarstjóri í einn dag
Hópur ungmenna kynnti sér ýmis störf á Fyrirmyndardaginn.
Fyrirmyndardagurinn var haldinn í fyrsta sinn síðastliðinn föstudag. Þá buðu fyrirtæki og stofnanir atvinnuleitendum með skerta starfsorku að fylgja eftir starfsmanni hjá sér. Markmiðið er að þannig skapist tækifæri til gagnkvæmrar kynningar fyrir atvinnuleitendur og vinnustaði. Í ár var horft til Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins, þar sem Vinnumálastofnun er með starfsemi atvinnu með stuðningi.
Friðrik Guðmundsson fylgdi Árna Sigfússyni bæjarstjóra eftir og Erna Kristín Brynjarsdóttir fylgdi Maríu Gunnarsdóttur hjá Barnavernd eftir þennan dag. Víkurfréttir voru á staðnum.
Friðrik mátaði skrifborð bæjarstjórans og líkaði það vel.
Erna Kristín vildi gjarnan máta stól bæjarstjórans í salnum þar sem bæjarstjórnarfundirnir fara fram.
Og púltið líka.
Árni og Friðrik fóru saman á milli skrifstofa.
Ingi Freyr á bókasafninu.
Ástvaldur og Bói í íþróttahúsinu í Sandgerði.
Unnur Hafstein fylgdi Salóme Kristinsdóttur á Heiðarseli.
Ívar Egilsson í Björginni ásamt Huldu, Sunnu og Hafdísi.
Edwin Ström í Byggðasafni Reykjanesbæjar.
VF/Olga Björt