Bæjarstarfsmenn í bókaútgáfu!
Þær Anna Dóra Antonsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir, starfsmenn Reykjanesbæjar, hafa gefið út bókina Huldur en þar segir frá bréfaskriftum tveggja kvenna yfir rúmlega fjögurra ára tímiabil.Anna Dóra starfar hjá Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar og hefur Kristrún jafnframt starfað á sama stað um skeið. Þær hafa hvor um sig gefið út tvær bækur áður: Kristrún ljóðabækurnar Hugfró og Fingurkoss. Anna Dóra skáldsöguna Voðaskotið og barnabókina Hefurðu komið á hestbak?
Höfundar gefa bókina út sem er prentuð í Hagprent. Kápu hannaði Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður.
Bókin verður til sölu í bókabúðum
Höfundar gefa bókina út sem er prentuð í Hagprent. Kápu hannaði Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður.
Bókin verður til sölu í bókabúðum