Bæjarfulltrúinn upp að altarinu!
Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, gekk í dag að eiga Margréti Sumarliðadóttur við hátíðlega athöfn í Keflavíkurkirkju. Við athöfnina voru nánustu ættingjar og vinir þeirra Möggu og Bubba, eins og þau eru oftast kölluð. Svo voru að sjálfsögðu fimm börn þeirra nýbökuðu hjóna en þau eiga tvenna tvíbura og stóran strák að auki!Það var séra Ólafur Oddur Jónsson sem gaf þau Guðbrand og Margréti saman. Meðfylgjandi mynd var tekin af þeim hjónum á kirkjutröppunum í rigningunni í Keflavík í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson