Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bæjarfélögin berjast með grænmeti og eggjum
Þriðjudagur 28. ágúst 2012 kl. 09:47

Bæjarfélögin berjast með grænmeti og eggjum

Reynt verður á hugvit og útsjónasemi bæjarfulltrúar Suðurnesja á Ljósanótt í skemmtilegri keppni.

Til stendur að halda skemmtilega keppni milli bæjarfélaga Suðurnesjanna nú um næstkomandi helgi þar sem reynir einna helst á hugvit og útsjónasemi. Einnig reynir á nýtni, samvinnu og hversu frjóir keppendur geta verið. Fjórir bæjarfulltrúar mæta frá hverju bæjarfélagi fyrir sig og eru sveitarfélögin nú í óða önn að undirbúa sig þessa dagana. Keppnin verður haldin á Icelandair Flughótel við Hafnargötu og munu nemendur FS sem stunda nám í vélstjórn vera keppendum innan handar en þeir hafa verið að ná góðum árangri í keppnum sem þessum að undanförnu.
 
Leikar skiptast í tvo liði, eða tvær keppnisgreinar.

Í fyrstu keppnisgrein skulu keppendur búa til ökutæki úr grænmeti og ávöxtum. Ökutækið verður að geta rúllað niður þar til gert bretti útbúið úr spýtum og klætt krossviði. Markmiðið er að ná þessu ökutæki eins langa vegalengd og hægt er. Gefin verða stig eftir hversu langt ökutækið kemst og glæsileika þess. Á borði verða fjölmargar grænmetis- og ávaxtategundir sem keppendur skoða í fimm mínútur, síðan fá þeir aðrar fimm mínútur til bera saman bækur sínar um hönnun gripsins. Næst verður einn fulltrúi hvers hóps sendur að borðinu með körfu til að ná í réttu hlutina. Allir keppendur verða með einn fulltrúa hjá borðinu á sama tíma sem ætti að skapa skemmtilega stemningu og hasar. Síðan fá þeir klukkustund til að hanna farartækið sem verður svo til sýnis fyrir almenning meðan keppendur glíma við næstu þraut.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þar eiga keppendur að koma eggi heilu og höldnu niður af svölum 1. hæðar hótelsins og fær hvert lið tvö egg til verksins. Hjálpartæki eru m.a.: grillpinnar, teygjur, bómull, rafmagnsvír og ýmislegt fleira. Liðin þurfa að útbúa umgjörð utan um eggið til að verkefnið takist. Hjálpartæki verða á þar til gerðu borði og eiga keppendur að skoða þau í fimm mínútum og ráða ráðum sínum í fimm mínútur eins og áður. Síðan verður haldið uppboð á hlutunum en hvert lið um sig fær 75 eldspýtur sem gjaldmiðil. Því næst fá liðin 40 mínútur til að útbúa græjuna. Gefin verða stig fyrir frumlegheit, afgang af gjaldmiðli og hvort verkið hafi heppnast.

Rás 2 verður á staðnum og verður útvarpað beint frá viðburðinum sem hefst klukkan 15:00 á laugardag. Að sögn skipuleggjenda keppninnar er stefnt á að upp frá þessu verði keppnin árlegur viðburður.