Bæjarbúar fjölmenntu á Laxnesshátíð í Kirkjulundi
Margir lögðu leið sína í Kirkjulund í gærkvöldi, en þar fór fram dagskrá til heiðurs skáldinu og Nóbelsverðlaunahafanum Halldórs Laxness sem hefði orðið 100 ára í dag. Dr. Gunnar Kristjánsson las upp úr verkum Laxness og útskýrði persónur í bókum hans. Þá söng Bylgja Dís Gunnarsdóttir nokkur verk eftir skáldið. Listamaður Reykjanesbæjar, Gunnar Eyjólfsson las úr verkum skáldsins ásamt því að segja frá kynnum sínum við Laxness í tilefni hátiðarinnar. Að lokum var síðan öllum boðið upp á kaffi og hnallþórur. Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir á hátíðinni í gærkvöldi.