Baðstofuvikur: Fróðlegur þjóðleikur í Safnamiðstöðinni

Boðið verður upp á þjóðlegan fróðleik í Safnamiðstöðinni í Ramma næstkomandi sunnudagskvöld í tilefni af Baðstofuvikum sem nú standa yfir á Suðurnesjum. Sagt verður frá sagnakonunni Mörtu Valgerði og munir henni tengdir sýndir. Dagskráin hefst kl. 20.  Í Duushúsum og Bókasafni Reykjanesbæjar hafa verið settar upp sýningar tengdar þjóðsögum af Rauðhöfða og Sæmundi fróða. Myndverkin eru samstarfsverkefni Helgu Ingólfsdóttur, Hildar Harðardóttur og Þóru Jónsdóttir. 
Á mánudaginn er svo dagskrá í Hlöðunni í Vogum kl. 20. Þar mun Viktor Guðmundsson fjalla um Lárus Pálsson, hómópata. Bergur Álfþórsson fjallar um afa sinn Bjarna Björnsson, gamanleikara og Haukur Aðalsteinsson fjallar um Stóru-Voga á seinni hluta 19. aldar. 
VFmynd/elg – Frá sagnakvöldi um borð í Hólmsteini GK í byrjun vikunnar. Þar fuku margar skemmtilegar sjóarasögur. 



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				