Baðstofuvikur: Dagskrá í Hlöðunni í kvöld
Baðstofuvikur standa yfir á Suðurnesjum þessa dagana með dagskrá í öllum sveitarfélögunum. Í kvöld verður dagskrá í Hlöðunni í Vogum kl. 20.
Þar mun Viktor Guðmundsson fjalla um Lárus Pálsson, hómópata. Bergur Álfþórsson fjallar um afa sinn Bjarna Björnsson, gamanleikara, og Haukur Aðalsteinsson, fjallar um Stóru Voga á seinni hluta 19. aldar.
Baðstofuvikum lýkur á föstudaginn með dagskrá í Vitanum í Sandgerði þar sem sögur, sagnir og söngvar frá Sandgerði verði í öndvegi undir stjórn Grétars Mar, Helga Haraldssonar og Reynis Sveinssonar.