Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Baðstofustemning í Flagghúsinu
Miðvikudagur 12. nóvember 2008 kl. 10:47

Baðstofustemning í Flagghúsinu

Í tilefni af Norrænu bókasafnsvikunni 10. – 16. nóvember boða Bókasafn Grindavíkur og Menningar- og bókasafnsnefnd Grindavíkur til dagskrár í Flagghúsinu, neðst við Víkurbrautina, á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k. kl. 17:00  Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur, talið vera byggt árið 1890.  Það hefur gegnt margvíslegum verkefnum í gegnum árin meðal annars verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, beituskúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft.  Auk þess er þarna sögusvið nóbelsverðlaunaskáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar „Sölku Völku”. Húsið er nýuppgert og mun nú hýsa menningar- og sögutengda starfsemi.

Á dagskrá verður upplestur sem Helga Björg Frímannsdóttir, Jóna Rut Jónsdóttir, Kristín Gísladóttir og Ingvar Guðjónsson flytja
Tónlistarflutning annast Hilmar Benediktsson á harmoniku, Gunnar Þorsteinsson á gítar, Herta Pálmadóttir á þverflautu og Róshildur Björnsdóttir syngur  en þau flytja lagið Ást.

Eftir dagskrá verður kaffi og spjall. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024