Atnorth
Atnorth

Mannlíf

Þriðjudagur 12. nóvember 2002 kl. 18:57

Baðstofan og Hótel Keflavík hlutu menningarverðlaun Reykjanesbæjar

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar voru afhent við hátíðlega athöfn í listasafni Reykjanesbæjar í kvöld. Að þessu sinni hlaut upphafshópur Baðstofunnar og Hótel Keflavík menningarverðlaunin. Menningarverðlaunin eru veitt einu sinni á ári sem virðingarvottur til þeirra sem hafa unnið vel að menningarlífi í bænum. Viðurkenningarnar eru í raun tvær, hadnhafi annarrar er alltaf einhver einstaklingur eða hópur sem unnið hefur vel að menningarmálum í bænum og handhafi hinnar er fyrirtæki sem þótt hefur sýna menningarlífi bæjarins góðan stuðning. Það er menningar- og safnaráð sem velur verðlaunahafana eftir tilnefningum frá bæjarbúum. Viðurkenningin er í formi grips sem listamaðurinn Karl Olsen hannaði og smíðaði og má þar sjá Súluna í merki bæjarins. Frá upphafi hafa 7 einstaklingar og 5 fyrirtæki hlotið viðurkenninguna.
Bílakjarninn
Bílakjarninn