Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ávaxtatré gróðursett í Vogum
Fimmtudagur 11. ágúst 2011 kl. 11:00

Ávaxtatré gróðursett í Vogum

Þriðjudaginn 16. ágúst kl. 17 verður skemmtilegur viðburður í Aragerði, skrúðgarði Vogabúa. Þá munu fulltrúar frá Hvatafélaginu Á-Vexti koma með eplapar, þ.e. tvö eplatré hvort af sínu yrki, og gróðursetja þau í samvinnu við Vogabúa. Jafnframt verða gróðursett fleiri ávaxtatré, m.a. kirsuberjatré sem sveitarfélagið mun leggja til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vogabúar eru hvattir til að mæta í Aragerði á þriðjudaginn og taka með sér skóflur og gjarna berjarunna sem einhverjir kynnu að eiga aukreitis í garði sínum. Einstaklingum og fyrirtækjum gefst kostur á að styrkja starf félagsins til að útbreiða ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi.

Ef allt fer að óskum ættu gestir og gangandi að geta tínt ber, epli og perur í Aragerði í Vogum eftir nokkur ár. Að auki eru ávaxtatré vinarlegur gróður sem mun sóma sér vel í Aragerði og blómstra hvert sumar. Við getum horft til blómlegra tíma í Vogum.

Á-Vöxtur er hvatafélag um ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi. Eplasjóður Á-Vaxtar hefur m.a. styrkt eftirfarandi verkefni með eplapörum:

Reykjavíkurborg (eplapar á Klambratúni); Leikskólinn Nóaborg; Rannsóknarstöð skógræktar ríkisins að Mógilsá og gróðrarreitinn við Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Framundan eru mörg slík verkefni.