Ávaxtakarfan í Frumleikhúsinu
Leikfélag Keflavíkur æfir nú uppsetningu á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur en um þessar mundir eru 15 ár síðan Ávaxtakarfan var fyrst sett á svið. Æfingar hófust fyrir 2 vikum undir stjórn leikstjórans Gunnars Helgasonar.
Gunnar er þaulreyndur leikari og leikstjóri og hefur einnig getið sér gott orð sem barnabókahöfundur en hann skrifaði fótboltabækurnar Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri og Rangstæður í Reykjavík. Það eru bæði ungir og reyndir leikarar sem fara með hlutverk í sýningunni en haldnar voru leik og söng prufur þar sem fjölmargir, hæfileikaríkir einstaklingar komu og reyndi sig.
Leikfélag Keflavíkur er eitt það öflugasta á landinu og er þetta 3. sýningin sem sett er á svið í Frumleikhúsinu þetta leikárið. Sviðsmyndin er hönnuð af Davíð Erni Óskarssyni en eins og nafnið gefur til kynna þá gerist leikritið í ávaxtakörfu þar sem ávextir og grænmeti af öllum stærðum og gerðum koma fram. Stefnt er að frumsýningu , föstudaginn 7. mars. Nánar verður fjallað um uppsetninguna í næstu tölublöðum Víkurfrétta.