Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Austfirðingar myndarlegir á Netinu
Laugardagur 26. mars 2005 kl. 16:31

Austfirðingar myndarlegir á Netinu

Fjölmargir Austfirðingar hafa sest að á Suðurnesjum á síðustu árum. Við hér á Víkurfréttum þekkjum það með Suðurnesjamenn sem fara út á land að þeir geta ekki án Víkurfrétta verið. Sömu sögu ætti að vera að segja að Austfirðingum – þeir vilja örugglega vera í tengslum við heimahagana.
Helgi Garðarsson á Eskifirði heldur úti vefsíðu með fjölmörgum myndum af mönnum og málefnum eystra, þó aðallega úr Fjarðabyggð. Ástæða er til að vekja athygli á heimasíðu Helga, sem er http://www.simnet.is/hgard/ en þarna getur fólk nálgast myndir og frásagnir með þeim af Austfjörðum.

Mynd af vef Helga Garðarssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024