Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aukin lífsorka og gleði á Heilsuhóteli Íslands
Þriðjudagur 19. maí 2015 kl. 09:01

Aukin lífsorka og gleði á Heilsuhóteli Íslands

Gott mataræði, hreyfing, hvíld, heilsumeðferð og slökun.

Að upplifa og nema hluti sem breyta lífinu með jákvæðum hætti eru markmið Heilsuhótels Íslands. Aukin lífsorka og gleði eru gæði sem flestir sækjast eftir. Góð heilsa byggir á góðu mataræði, hreyfingu, hvíld og slökun auk jákvæðni. Það eru verkefni Heilsuhótels Íslands.

Boðið er upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð, góðan og hollan hádegisverð og ljúffengan og nærandi kvöldverð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heilsumeðferðin sem notuð er hefur verið þróuð og notuð lengi. Í meðferðinni eru skapaðar þær aðstæður í líkamanum að hann hjálpar sér sjálfur sem auðveldar honum að vinna bug á óheilbrigði, sé það fyrir hendi.

Áhugaverðasta námskeiðið á Heilsuhótelinu tekur tvær vikur. Dagskráin er einföld og byggist á ákveðnu mataræði, þar sem aðaluppistaðan er grænmeti og ávextir, heilbrigð hreyfing (gönguferðir og létt leikfimi), sogæða- og bólgueyðandi nudd, gufuböð, hvíld og slökun.

Einnig er boðið upp á einkaviðtöl þar sem farið er yfir stöðu hvers og eins og markmið sett út frá því.