Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aukatónleikar Karlakórs Keflavíkur
Miðvikudagur 11. maí 2005 kl. 13:33

Aukatónleikar Karlakórs Keflavíkur

Karlakór Keflavíkur heldur aukatónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudag, vegna mikillar eftirspurnar. Fjölmenni hefur verið á árlegum vortónleikum kórsins og er næsta víst að bekkirnir í kirkjunni verða þéttsetnir.

Kórinn syngur létt lög úr ýmsum áttum, en sænsk lög úr smiðju söngvaskáldsins Bellmans eru áberandi sem og íslensk sjóaralög.

Einsöngvari er Davíð Ólafsson, bassasöngvari.

Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson, en undirleikarar eru þeir Sigurður Marteinsson á píanó, Þórólfur Þórsson á bassa og rússnesku tvíburabræðurnir Yuri og Vadim Fedorov leika á Harmonikur.

VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024