Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Aukatónleikar á Hjálma á trúnó í Hljómahöll
Miðvikudagur 9. maí 2018 kl. 10:01

Aukatónleikar á Hjálma á trúnó í Hljómahöll

Hljómsveitin Hjálmar verður á trúnó í Hljómahöll þann 1. júní á síðustu trúnó-tónleikum vetrarins. Miðarnir á þá tónleika seldust upp á mettíma og því verða aukatónleikar fimmtudaginn 31. maí, búið er að opna fyrir miðasölu á aukatónleikana.
Eins og landsmenn vita skipa Hjálmar stóran sess í íslenskri tónlistarsögu en sveitin hefur getið af sér fimm breiðskífur, eina safnplötu og eina bestulagaplötu og þótt Hjálmar hafi ekki haft hátt síðastliðin ár sendir sveitin reglulega frá sér nýtt efni, núna síðast lagið Aðeins eitt kyn. Í fyrra kom út ábreiða af gamla Flowers laginu Glugganum og lagið Græðgin sem hafa bæði notið mikilla vinsælda. Sveitin þykir ein besta tónleikasveit landsins og því óhætt að lofa skemmtilegu kvöldi í Bergi.

Miðasala hefst þriðjudaginn 9. maí kl. 13:00 á hljomaholl.is og tix.is.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 en húsið opnar kl. 19:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024