Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aukasýningar vegna fjölda áskorana
Hópurinn eftir frumsýningu Allir á Trúnó.
Fimmtudagur 25. apríl 2019 kl. 06:00

Aukasýningar vegna fjölda áskorana

Það er óhætt að segja að revía Leikfélags Keflavíkur „Allir á trúnó“ hafi aldeilis slegið í gegn. Nú þegar hafa um fimmtán hundruð manns mætt í Frumleikhúsið og hreinlega grenjað úr hlátri á þessari bráðskemmtilegu sýningu þar sem gert er góðlátlegt grín af mönnum og málefnum líðandi stundar.

Til stóð að ljúka sýningum fyrir páska en vegna fjölda áskorana og það, að ekki þykir hægt að hætta sýningum fyrir fullu húsi, var ákveðið að skella í tvær aukasýningar. Sú fyrri var sýnd í gærkvöldi, miðvikudag, og sú allra síðasta verður á laugardaginn 27. apríl kl. 20. Hægt er að panta miða á lk.is og í síma 4212540. Miðaverð er 2.500 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024